6.11.2009

föstudagskvöldið mitt

Frétti um daginn að það væru jafnvel fleirri en 2 sem lesa. Hégómin hefur knúið mig til skrifta en hef lítið að segja að verða miðnætti á föstudagskvöldi. Það hefðu nú reyndar einhverntíman þótt fréttir að ég gæti með naumindum haldið mér vakandi fram yfir miðnætti og væri komin á fætur fyrir 9 allar helgar. Dagskrá helgarinar er líka frábrugðin þéttbýlishelgardagskrá; sund, klassískir tríó tónleikar, sunnudagaskóli, lúðrasveitartónleikar og matarbingó. Inní þetta fléttast kannski kökubakstur fyrir sóknarnefndina og heimsókn til ættingja. Að mörgu leiti á þetta ágætlega við mig en ég hlakka svakalega til að geta fengið mér þó ekki nema almennilegan kaffibolla á almannafæri við og við.
Barnið kallar, sefur illa...

26.7.2009

Hégómi

Í dag var ég beðin um að vera duglegri að blogga. Ég upplýsti hégóma minn og sagðist ekki nenna að blogga ef það væri ekki kommentað og fékk þá að heyra:
þetta er bara sama pólisía og hjá Reykjavíkurborg.
ég: ha, blogg pólisía.
Hin: nei í samgöngumálum.
ég: ha.
hin: já, engar almenningssamgöngur af því engin notar þær, það verða að vera almenningsamgöngur svo einhver geti notað þær.
ég: jaá, ég er eiginlega alveg með sömu pólisíu og Reykavíkurborg... hummm

ég núna: ekki vil ég vera eins og Reykavíkurborg, best að blogga allavega um þetta, ég sé svo til hvaða stefu ég tek í framhaldinu. Verð að skoða þetta með stefnumótunina.

12.5.2009

Verðandi amma

Hann Mosi minn sleit barnskónnum uppúr áramótunum og fór að eltast við læðurnar í þorpinu. Um daginn sást hann ekki nema endrum og eins þegar hann kom úrvinda heim, borðaði vel og svaf svo þar til hann hafði aftur orku til að stökkva út. Nú er svo komið að hann er sterklega grunaður um að vera búinn að gera í það minnsta tvær læðurnar kettlingafullar og styttist í got hjá þeim. M0si hefur hinsvegar verið í rólegri kantinum undanfarið og í raun svo rólegur að ég hef haft af honum dálitlar áhyggjur.
Kristínu Björgu var tíðrætt um tíma um litlu systur sína sem hún sagði að ætti heima í Reykjavík. Núna á hún von á svona sirka 5-10 litlum fósturbræðrabörnum, það hlýtur að létta af mér pressuna fram eftir sumri :)

Fyrir ykkur sem lesið, Heiða og Sverrir :) þá er ég á suðurleið um helgina og verð í viku, það væri gaman að hitta á ykkur.

og fyrir Heiðu á meðan ég man: www.kristinbjorg.barnaland.is

ég sendi þér snöggvast tölvupóst með inngangsorðinu

9.5.2009

Námsleyfi

Ég er komin í semí námsleyfi. Skottan er fyrir sunnan í góðu yfirlæti og ég hér fyrir vestan að komast í gírinn fyrir ritgerðarsmíðina. Það er komið jafnvægi á söknuðinn og ég fékk í hendurnar í gær það sem ég þarf að lesa til að koma mér af stað í skriftir. Í morgun gerði ég svo stofuna mína að vinnuaðstöðu en ekki leti, leik og knús aðstöðu þannig að nú er ekkert því til fyrirstöðu að ég einbeiti mér að þessu verkefni... og þá fer ég að blogga hahaha ... og hefst þá lesurinn :)

23.4.2009

Gleðilegt sumar

Skráði mig í dag á sammala.is í tilefni sumarsins. Hef enn miklar efasemdir um hvernig ég eigi að verja atkvæði mínu á laugardaginn. Kannski að ég éti það bara. Varla það getur ekki farið verra með mig en stjórnarhættir undanfarinna áratuga.
Litla skott alltaf í stuði, valdi með mér fötin á sig í gær og leit út eins og illa skreytt jólatré. Hún var samt ekki sammála mér því hún tók út lúkkið og sagði svo brosandi; skemmtilegt :)
Hún er skemmtileg og klár.
Í dag ætlum við á sumargleði í snjónum þar sem sú stutta mun væntanlega standa á sviði í fyrsta sinn. Ég hlakka til.
Takk fyrir veturinn.

1.4.2009

2. ára gull

Litla gullið mitt er 2. ára í dag og í tilefni dagsins var hún sérlega árrisul. Hún var spennt að opna pakkann og lék sé um stund. Hún er samt ekki alveg að skilja af hverju hún er ekki lengur 1. árs og vill helst vera það áfram ef ég spyr. Hún var mjög hugsi yfir morgunmatinn, horfði til fjalla og sagði:
Ég ekki uppá fjall, bara Mosi uppá fjall. Ekki veit ég hvað hún átti nákvæmlega við en ekki verri pæling en hver önnur til að byrja þriðja árið á :)

23.3.2009

vor í lofti

Kús mamma mín kús og svo fæ ég svakalega innilegt knús :)

Lífið er dásamlegt, ég á svo yndislega stelpu sem vex og dafnar frá degi til dags, bæði andlega og líkamlega.

Ég held að það séu hressandi tímar framundan. Stelpan er fjörmikil og lyktin af vorinu kítlar okkur báðar.

2.3.2009

uppvask

Jæja, þá hef ég fyllt árin 36 og hef hafið ævintýri 37. aldurárs míns. Mér finnst alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að lifa. Það er svo margt skemmtilegt sem mig langar að gera að það eru enganvegin nægilega margar klst. í deginum eða dagar í vikunni þannig að það sem mér finnst aðeins leiðinlegra situr á hakanum. Það er í raun fyrirtak nema að sumt af því leiðinlega þarf að gera á endanum. Núna t.d. bíður mín 2gja daga uppvask í vaskinum. Kristín sagði barnapíunni áðan að mamma sín þyrfti að vaska upp þannig að ég verð að gera ráð fyrir að nú sé komin tími til að setja á mig gúmmíhanska. Mig bráðvanta uppþvottavél, ef einhver á uppþvottavél á lausu vinsamlegast látið mig vita :) Ég var einu sinni harður andstæðingur uppþvottavéla, fannst þær bara fyrir hina lötu. Það var þegar ég var í skóla og borðaði sjaldan nokkuð sem þurfti meira en 1 pott til eða 1 símatal (svona rétt eftir mánaðarmót). Núna langar mig mikið í uppþvottavél og líka bæði ryksugu og skúringa róbot. Mér finnst að lífið geti bara orðið betra ef maður á þessi 3 tæki.
Æ núna ætla ég að vaska upp

28.1.2009

Asasið

Feisbúkk virðist vera að drepa bloggið mitt, þetta blogg. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast en það ratar ekki hér inn.
Nýja árið leggst vel í mig þrátt fyrir allt og allt. Ég held að þetta ár verði alveg prýðilegt. Það er svo dásamlegt þegar daginn fer að lengja og sólin hækkar á lofti. Það flaug í huga mér í m0rgun hvað það væri í raun nauðsynlegt að vera búin að hýrast í þessa 2 mánuði í algjöru myrkri til að kunna fyllilega að meta þessa dásemdar birtu. Mér finnst hver dagur fallegri en sá fyrri og um leið og ég nýt andartaksins hlakka ég til næsta dags.
Það er heilsuátak í gangi hér og nágrannabyggðarlögunum. Ég tók þá ákvörðun að vinna það átak og held því til streitu þar til annað kemur í ljós :) Það er mér til happs að hér býr velviljuð kona sem hefur tekið mig í sína umsjá og finnst mjög gaman að sjá mig kveljast og gera mig að fífli í líkamsræktarsalnum. Ég er henni mjög þakklát fyrir stuðininginn og vona að það færi mig nær sigri. Reyndar ætla ég meira að hugsa um að gera þetta allt saman af skynsemi en ofurkappi, það er nú eða aldrei einhvernvegin að koma mér í form. Ég vil geta hlaupið á þau fjöll sem fyrir mér verða þegar mér dettur það til hugar.
Kristín er yndisleg sem áður. Það er farin að kjafta á henni hver tuska og hún er algjör páfagaukur. Það verður margt mjög fyndið úr hennar munni.
Allt út um allt - malt allt.
Pepsi - pepis.
Snjór- njós.
Afsakið - asasið

Nóg í bili.

24.12.2008

Hátíð í bæ

Gleðilega hátíð kæru vinir
þökkum allt